top of page

Hvað er Yagerian Therapy?

Dr. Edwin Yager

Yager meðferð (Yagerian Therapy) er aðferð sem var fundin upp og þróuð af Dr. Edwin Yager, sálfræðingi, rithöfundi og kennara við læknadeild The University of California, San Diego.

Dr. Yager starfaði sem sálfræðingur og kennari og rak hann meðferðarstofu sína í San Diego í Bandaríkjunum.

Dr. Yager veitti einnig forstöðu Subliminal Therapy Institude (www.stii.us).

 

Tilgangur stofnunarinnar er að halda utan um aðferð Dr. Yagers, vinna að þróun aðferðarinnar, votta meðferðaraðila og kenna hana víðsvegar um heiminn. Dr. Yager ferðaðist víða um heiminn til að kynna og kenna aðferðina sína ásamt því að halda fyrirlestra. Hann kom m.a. komið nokkrum sinnum til Íslands í sama tilgangi. 

 

Dr. Yager skrifaði bækurnar "Foundations of Clinical Hypnosis: from Therory to Practice" og "Subliminal Therapy: Using the Mind to Heal".

Subliminal Therapy er notuð sem kennsluefni á Subliminal / Yagerian Therapy námskeiðum víða um heim. 

Hægt er að nálgast báðar bækurnar á Amazon.com

Yager meðferð (Yagerian Therapy)

Yager meðferð er fljótvirk og árangursrík meðferð sem byggir á tveimur ályktunum:


 

1. Núverandi atferli okkar og hvernig við upplifum aðstæður og atburði      ákvarðast af skilyrðingum* sem við höfum orðið fyrir á lífsleiðinni.

2. Allir einstaklingar búa yfir æðri vitundarstigi sem er mun öflugra en        meðvitaði hugur okkar.

Á lífsleiðinni verðum við fyrir utanaðkomandi áhrifum sem skilyrða persónueinkenni okkar. Við verðum fyrir áhrifum frá umhverfi okkar, s.s. frá fjölskyldu okkar, skólanum, vinum okkar og samfélaginu í heild sinni. Þessar skilyrðingar hafa áhrif á lífsgildi okkar, réttlætiskennd, skapgerð, o.s.frv.

 


Þó svo þessi skilyrðing sé í lagflestum tilfellum af hinu góða þá getur hún líka virkað hamlandi fyrir okkur sem einstaklinga. Sem dæmi má nefna að barn sem er bitið af hundi lærir að hræðast hunda (jafnvel þó svo einstaklingurinn muni e.t.v. ekki einu sinni eftir þessu tiltekna atviki). Þessi lærði ótti getur varað fyrir lífstíð, beitt áhrifum sínum á þann hátt að viðkomandi hræðist hunda ef ekkert er gert til að breyta þessari neikvæðu skilyrðingu.

 

Í Yager meðferð er ályktað að þegar við upplifum eitthvað mikilvægt (jákvætt eða neikvætt) þá verði til hluti í undirvitund okkar. Þessi hluti hugans sem varð til við upplifunina getur svo haft áframhaldandi áhrif á líf okkar.

Sem dæmi um þess konar áhrif má nefna fælnir (fóbíur). Einstaklingur sem hræðist t.d. köngulær lenti e.t.v. í atviki í æsku sem veldur því að viðkomandi er hræddur við köngulær. Það getur vel verið að viðkomandi muni jafnvel ekki einu sinni eftir þessu atviki. En við þessa lífsreynslu varð til hluti í undirvitundinni sem veldur óttaviðbrögðum þegar viðkomandi einstaklingur sér könguló, rétt eins og upphaflega upplifunin sé að gerast aftur.  

Í Yager meðferð er þessum neikvæðu áhrifum breytt með því að endurskilyrða (þroska) hluta hugans sem eru að valda tilteknu vandamáli. Þegar orsök vandamálsins hefur verið upprætt hætta einkennin, s.s. höfuðverkir, kvíði, fælnir, þráhyggja, skortur á sjálfstrausti, svefnleysi (insomnia), þunglyndi og fíkn að vera til staðar.
 

Þegar fengist hefur nýr skilningur á tiltekinni upplifun breytast áhrif hennar.
 

Hlutar hugans hafa greind, allavega nógu mikla til að þeir geti „lært“. Endurskilyrðing hlutanna felur í sér að fræða þá um núverandi veruleika og aðstæður í lífi meðferðarþegans; þar sem það er eins og hlutarnir séu fastir í fortíðinni og vita í dag aðeins það sem þeir vissu þegar þeir urðu til.

 

Í Yager meðferð á meðferðaraðilinn í samskiptum við þetta æðra vitundarstig sem talað er um í ályktun númer tvö. Þetta vitundarstig er kallað „Centrum“ eða "Kjarni" og er Centrum fengið til að vinna meðferðarvinnuna. Centrum finnur orsök vandamálsins, fræðir og endurskilyrðir hlutana svo þeir hætti að beita áhrifum sínum á neikvæðan hátt.

 

Meðferðarþeginn er meðvitaður um það sem fram fer í meðferðinni, en er samt sem áður mjög takmarkaður þátttakandi í sjálfri meðferðarvinnunni.

Markmið meðferðarinnar sem Centrum vinnur (með leiðsögn frá meðferðaraðilanum) eru:

1.       Finna hluta hugans sem eru að valda vandamálinu.

 

2.       Endurskilyrða hlutana með því að fræða þá.

 

Þegar raunveruleg orsök vandamáls hefur verið upprætt þá hætta einkennin að vera til staðar.

Í Yager meðferð er það meðferðaraðilinn sem stýrir meðferðinni, Centrum vinnur meðferðarvinnuna og meðferðarþeginn styður við meðferðina með því að vera milliliður í samskiptum meðferðaraðilans og Centrum.

Yager meðferð er mjög einföld í framkvæmd en jafnframt mjög árangursík meðferð. 

*Skilyrðing (Conditioning á ensku)

Vottun sem meðferðaraðili í Yager meðferð

Arnþór er annar tveggja Íslendinga með vottun sem Certified Subliminal / Yagerian Therapist frá Subliminal Therapy Institute.

Skrá yfir meðferðaraðila má finna á heimasíðu Subliminal Therapy Institude. 

Nánari upplýsingar um Yagerian Therapy

Nánari upplýsingar um Yagerian Therapy er að finna á heimasíðu stofnunarinnar

Smellið á myndina til að opna heimasíðu Subliminal Therapy Institute 

bottom of page